Aðalfundur og Árshátíð SUB 2017
Boðað er til aðalfundar Samtaka ungra bænda (SUB) á Egilsstöðum helgina 24. -26. febrúar næstkomandi. Dagskrá hefst á föstudagskvöldi með kynningarferð í Austra Brugghús sem er staðsett á Egilsstöðum en aðalfundur með hefðbundinni dagskrá samkvæmt samþykktum samtakanna verður settur laugardaginn 25. febrúar kl 10.
Tillögur frá aðildarfélögum þurfa að berast til stjórnar SUB fyrir 10. febrúar.
Á aðalfundinum verður jafnframt borin upp breytingatillaga á samþykktum félagsins sem snýr að kjöri á fulltrúa á búnaðarþing. Tillagan verður send út með öðrum fundargögnum til formanna aðildarfélaga tímanlega fyrir aðalfund. Sjá samþykktir samtakanna hér
Árshátíð
Um kvöldið stendur svo Félag ungra bænda á Austurlandi (FUBA) fyrir árshátíð samtakanna og því ekki seinna vænna fyrir aðildarfélögin að byrja að undirbúa skemmtiatriði(n)!
Nánari dagskrá og þriggja rétta veislumatseðill verður kynnt síðar!
Tekið er við skráningu á árshátíðina og í skemmtiferð á föstudagskvöldinu í Austra Brugghús í síma 849-1465 og á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.skráningu lýkur 20. febrúar.
Hægt er að bóka gistingu á Hótel Valaskjálf í gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 20. febrúar og taka fram að þetta er vegna aðalfundar og árshátíðar.