Velkomin á vef ungra bænda

Print

Aðalfundur FUBVV 2014!

Aðalfundur Félags ungra bænda á Vesturlandi og Vestfjörðum verður haldinn í Húsi Hvanna (BúVest) á Hvanneyri laugardaginn 15. febrúar og hefst kl. 14.00. Árskýrsla félagsins verður kynnt, farið yfir ársreikninga, kosið í stjórn (kjósa þarf um formann og 2 aðrar stöður í stjórninni), ræddar verða tillögur félagsmanna til aðalfundar SUB auk annarra mála. Gamlir og nýir félagar velkomnir!

Sjá nánar á Facebook: Aðalfundur FUBVV

Print

Aðalfundur FUBS 2014

Aðalfundur Félags ungra bænda á Suðurlandi verður haldinn á Hestakránni á Skeiðum þriðjudagskvöldið 25. febrúar og hefst upp úr kl. 20.30. Á dagskránni eru venjuleg aðalfundarstörf og er óskað eftir framboðum til formanns og gjaldkera félagsins. Þeir sem áhuga hafa á að starfa í stjórn eru hvattir til að afla sér upplýsinga hjá núverandi stjórn (Guðfinna Lára Hávarðardóttir, formaður; Bjarni Ingvar Bergsson, gjaldkeri; Jóna Þórunn Ragnarsdóttir, ritari). Kaffi og kökur verður í boði félagsins.

Gamlir og nýir félagar velkomnir!

Stjórn FUBS

Print

Ungi bóndi mánaðarins (janúar 2014)

Fyrsti ungi bóndi ársins 2014 er Guðbjörg Ebba Högnadóttir frá Ósi í Bolungarvík.
Uppáhalds dráttarvélartegundin hennar er Massey Ferguson, skemmtilegast í sauðburði og henni finnst að það þurfi að lyfta betur fyrir nýliðun. Gefum Guðbjörgu Ebbu orðið...

Myndagallerí