Velkomin á vef ungra bænda

Print

Fréttatilkynning

BeljanÍ kjölfar umræðu um fyrirhugaðar breytingu á búvörulögum hefur stjórn Samtaka ungra bænda sent frá sér eftirfarandi ályktun:

Stjórn Samtaka ungra bænda fagnar framkomnu frumvarpi Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um breytingar á búvörulögum og telur stjórn Samtaka ungra bænda að fyrirhugaðar breytingar á búvörulögum verði til þess fallnar að styrkja grundvöll mjólkurframleiðslu í hinum dreifðu byggðum landsins.

Print

Ungir bændur að hverfa innan ESB

18Ungir bændur eru að hverfa í Evrópu. Einungis 7% bænda þar eru undir 35 ára aldri. Þetta kom fram á ráðstefnu í Brussel í gær að sögn euobserver. Í sumum ESB-ríkjum fá ungir bændur aðstoð við að hefja búskap. Hvorki Holland né Malta hafa tekið þátt í því kerfi og Írland og Lettland hafa horfið frá þátttöku vegna sparnaðaraðgerða. Samkvæmt því kerfi hafa ungir bændur getað fengið 70 þúsund evra styrk til að hefja búskap sem fjármagnaður hefur verið að hluta frá Brussel og að hluta frá viðkomandi ríki.

Einn ræðumanna á ráðstefnunni sagði að ESB væri að nálgast sama kerfi og væri í Rússlandi og Úkraínu, þar sem stórfyrirtæki leigi jarðir, kaupi hundrað dráttarvélar en stundi aðeins búskap á jörðunum ef afurðaverð leyfi.

Heimild: Evrópuvaktin

Myndagallerí