Velkomin á vef ungra bænda

Print

Fjáröflun Samtaka ungra bænda

Ár hvert hefur verið fjáröflun fyrir Samtök ungra bænda, sem og landshlutafélögin.
Þessi varningur er ekki aðeins fjáröflun fyrir samtökin,
heldur einnig góð auglýsing fyrir okkur, enda viljum við að fólk viti af okkur.
Ennþá eru nokkrir bolir eftir sem og merktar könnur.

Print

Aðalfundur 2014 nálgast!

Aðalfundur og árshátíð SUB verða haldin á Suðurlandi helgina 21.-23. mars nk. Undirbúningsvinna er hafin hjá árshátíðarnefndinni, en stefnt er að því að hafa örlítið húllumhæ á föstudagskvöldi fyrir þá sem vilja nýta föstudaginn til ferðalaga. Á laugardegi er svo aðalfundur og glæsileg árshátíð um kvöldið með dansleik.

Takið helgina frá!

Print

Frá gjaldkera

klinkFélagsgjöld ársins 2013 voru send út í desember. Gjaldkeri SUB vill minna félagsmenn á að greiða félagsgjaldið svo Samtök ungra bænda og landshlutafélögin eignist rekstrarfé til að halda uppákomur, skipuleggja viðburði og standa undir kostnaði við rekstur heimasíðu oþh. Félagsgjaldið er 3.500 kr á ári, sem skiptist í hlut SUB (2.000 kr) og hlut landshlutafélags þar sem félagsmenn eru skráðir til heimilis (1.500 kr). Á síðasta ári hélt SUB glæsilega árshátíð og aðalfund á Egilsstöðum, keppnina um unga bónda ársins í Reykholti, málþing á Hvanneyri þar sem nýliðun í landbúnaði og tengd efni voru rædd. Þess að auki hafa landshlutafélögin haldið uppákomur s.s. vídeó-kvöld, pub quiz, sumargleði og grill og margt, margt fleira. Starfsárið 2014 verður ekki síður glæsilegt, en til þess þurfum við hjálp félagsmanna, bæði með því að greiða félagsgjaldið og með því að mæta á viðburði!

Myndagallerí