Velkomin á vef ungra bænda

Print

Frá gjaldkera

klinkFélagsgjöld ársins 2013 voru send út í desember. Gjaldkeri SUB vill minna félagsmenn á að greiða félagsgjaldið svo Samtök ungra bænda og landshlutafélögin eignist rekstrarfé til að halda uppákomur, skipuleggja viðburði og standa undir kostnaði við rekstur heimasíðu oþh. Félagsgjaldið er 3.500 kr á ári, sem skiptist í hlut SUB (2.000 kr) og hlut landshlutafélags þar sem félagsmenn eru skráðir til heimilis (1.500 kr). Á síðasta ári hélt SUB glæsilega árshátíð og aðalfund á Egilsstöðum, keppnina um unga bónda ársins í Reykholti, málþing á Hvanneyri þar sem nýliðun í landbúnaði og tengd efni voru rædd. Þess að auki hafa landshlutafélögin haldið uppákomur s.s. vídeó-kvöld, pub quiz, sumargleði og grill og margt, margt fleira. Starfsárið 2014 verður ekki síður glæsilegt, en til þess þurfum við hjálp félagsmanna, bæði með því að greiða félagsgjaldið og með því að mæta á viðburði!

Print

Ungi bóndi mánaðarins (desember 2013)

Frá Vesturlandinu færum við okkur norður í Skagafjörð. 
Hann Aðalsteinn Orri er húsasmiður að mennt og leggur nú stund á búfræði við Bændaskólann á Hvanneyri, þrátt fyrir að koma ekki frá búi á hann nokkurn bústofn, fær sér kaffi og útí það á tyllidögum, dundar í fjárhúsunum í fríinu og vill ekki ganga í ESB.
Látum Aðalstein fá orðið:

Myndagallerí