Velkomin á vef ungra bænda

Print

Ungi bóndi mánaðarins (desember 2013)

Frá Vesturlandinu færum við okkur norður í Skagafjörð. 
Hann Aðalsteinn Orri er húsasmiður að mennt og leggur nú stund á búfræði við Bændaskólann á Hvanneyri, þrátt fyrir að koma ekki frá búi á hann nokkurn bústofn, fær sér kaffi og útí það á tyllidögum, dundar í fjárhúsunum í fríinu og vill ekki ganga í ESB.
Látum Aðalstein fá orðið:

Print

Jóla pub-quiz FUBS

Föstudagskvöldið 27. desember nk. ætla ungir bændur á Suðurlandi að halda pub-quiz á Kríunni í Flóahreppi. Leikar hefjast upp úr kl. 21.00 og verður meðal annars spurt ítarlega upp úr Hrútaskránni, um landbúnað almennt og allt milli himins og jarðar. Það verða 3-4 saman í liði, svo það er annað hvort hægt að mæta með fullskipað lið eða mæta einn og vera skipað í sigurliðið. Glæsilegir jóla-vinningar í boði. Mætum öll og höfum gaman að! :)

Nánar á Facebook undir viðburðinum Jóla-bjór-pub-quiz ungra bænda

Myndagallerí