Velkomin á vef ungra bænda

Print

Jóla pub-quiz FUBS

Föstudagskvöldið 27. desember nk. ætla ungir bændur á Suðurlandi að halda pub-quiz á Kríunni í Flóahreppi. Leikar hefjast upp úr kl. 21.00 og verður meðal annars spurt ítarlega upp úr Hrútaskránni, um landbúnað almennt og allt milli himins og jarðar. Það verða 3-4 saman í liði, svo það er annað hvort hægt að mæta með fullskipað lið eða mæta einn og vera skipað í sigurliðið. Glæsilegir jóla-vinningar í boði. Mætum öll og höfum gaman að! :)

Nánar á Facebook undir viðburðinum Jóla-bjór-pub-quiz ungra bænda

Print

Ungi bóndi mánaðarins (október 2013)

Þá er komið að unga bónda októbermánaðar, hún heitir Harpa Ósk Jóhannesdóttir og er búsett í Kaupmannahöfn við nám í dýralækningum. Hún sýndi snemma Harpa dýralæknatakta í búskapnum og liggur ekki á skoðunum sínum um framtíð landbúnaðar.

 

 

Print

Ungi bóndi mánaðarins (september 2013)

Ungi bóndi mánaðarins að þessu sinni er Sigmundur Rúnar Sveinsson sem er frá Vatnsenda í Eyjafjarðarsveit. Hann IMG 5762stundar nám í búvísindum meðfram búskap. Uppáhaldslesefnið hans er Bændablaðið og hann  sér ekki eftir því að hafa gengið í Samtök ungra bænda eftir áeggjan frænku sinnar, félagsskapurinn og samskipti við aðra unga bændur skipti miklu máli.

Myndagallerí