Velkomin á vef ungra bænda

Print

Aðalfundur 2016

Aðalfundur Samtaka ungra bænda verður að þessu sinni haldinn í Reykjavík helgina 26-27. febrúar. 

Árshátíð samtakanna verður svo haldin 27. febrúar og eru allir ungir bændur beðnir að taka daginn frá, nánari upplýsingar berast þegar nær dregur! 

Print

Aðalfundur og árshátíð 2015 nálgast!

Aðalfundur og árshátíð Samtaka ungra bænda verða haldin í Reykjaskóla í Hrútafirði helgina 10.-11. apríl nk. Dagskráin hefst á föstudagskvöldi með kosningu fundarstjóra og fundarritara auk þess sem formaður samtakanna, Einar Freyr Elínarson, býður fundarmenn velkomna og setur aðalfundinn. Dagskránni verður svo framhaldið á laugardegi með kosningum og öðrum hefðbundnum fundarstörfum. Um kvöldið verður svo árshátíð samtakanna; hátíðarkvöldverður og dansleikur að lokum. Vonumst við til að sjá sem flesta, en heildardagskrá verður auglýst betur síðar.

Viðburður á Facebook

Print

Aðalfundur FUBS 2015

Aðalfundur Félags ungra bænda á Suðurlandi verður haldinn Við Faxa í Biskupstungum föstudagskvöldið 13. febrúar kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf og stórskemmtilegt Sveita-quiz með flottum verðlaunum. Nýir félagar og eldri velkomir.

Viðburður á Facebook

Stjórn FUBS.

Myndagallerí