Velkomin á vef ungra bænda

Print

Aðalfundur og árshátíð 2015 nálgast!

Aðalfundur og árshátíð Samtaka ungra bænda verða haldin í Reykjaskóla í Hrútafirði helgina 10.-11. apríl nk. Dagskráin hefst á föstudagskvöldi með kosningu fundarstjóra og fundarritara auk þess sem formaður samtakanna, Einar Freyr Elínarson, býður fundarmenn velkomna og setur aðalfundinn. Dagskránni verður svo framhaldið á laugardegi með kosningum og öðrum hefðbundnum fundarstörfum. Um kvöldið verður svo árshátíð samtakanna; hátíðarkvöldverður og dansleikur að lokum. Vonumst við til að sjá sem flesta, en heildardagskrá verður auglýst betur síðar.

Viðburður á Facebook

Print

Aðalfundur FUBS 2015

Aðalfundur Félags ungra bænda á Suðurlandi verður haldinn Við Faxa í Biskupstungum föstudagskvöldið 13. febrúar kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf og stórskemmtilegt Sveita-quiz með flottum verðlaunum. Nýir félagar og eldri velkomir.

Viðburður á Facebook

Stjórn FUBS.

Print

Sumarskemmtun FUBS 2014!

Sumarskemmtun FUBS verður haldin í Einbúa í Hraungerðishreppi (rétt hjá Oddgeirshólum) laugardagskvöldið 5. júlí kl 21.00. Farið verður í leiki og þrautir en skemmtunin er eins konar upphitun fyrir Unga bónda ársins sem haldinn verður 19. júlí í Kjósinni. Veigar í boði félagsins.

Nánar á Facebook: Sumarskemmtun ungra bænda 2014

Myndagallerí