Velkomin á vef ungra bænda

Print

Sumarskemmtun FUBS 2014!

Sumarskemmtun FUBS verður haldin í Einbúa í Hraungerðishreppi (rétt hjá Oddgeirshólum) laugardagskvöldið 5. júlí kl 21.00. Farið verður í leiki og þrautir en skemmtunin er eins konar upphitun fyrir Unga bónda ársins sem haldinn verður 19. júlí í Kjósinni. Veigar í boði félagsins.

Nánar á Facebook: Sumarskemmtun ungra bænda 2014

Print

Líður að unga bónda ársins 2014!

Senn líður að keppninni um unga bónda ársins, en hún verður haldin laugardaginn 19. júlí í tengslum við sveitahátíðina Kátt í Kjós. Hvert landshlutafélag sendir lið skipað 4 keppendum og safnað er stigum bæði í liða- og einstaklingskeppni. Um kvöldið verður svo sameiginlegt grill og samkoma. Hægt verður að tjalda á túninu í Miðdal eða leigja hús í nágrenninu.

Nánar á Facebook: Ungi bóndi ársins 2014

Print

SUB á Sunnlenska sveitadeginum

sunnlenski sveitadagur 2014Laugardaginn 3. maí sl. héldu Jötunn vélar og Vélaverkstæði Þóris á Selfossi sinn árlega sveitadag, en þangað sækja mörg þúsund manns ár hvert. Mörg fyrirtæki og einstaklingar bjóða gestum og gangandi smakk á sínum vörum, sýna handverk eða selja varning ýmisskonar. Þá eru til sýnis dýr, keppt í baggakasti og að þessu sinni var uppboð á hvítum kvígukálfi til styrktar Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Samtök ungra bænda voru með bás þar sem seldur var varningur til styrktar samtökunum. Salan á bolum og könnum gekk vonum framar, enda stóð formaðurinn sig frábærlega í sölumennskunni. Samtök ungra bænda og Félag ungra bænda á Suðurlandi hafa komið að framkvæmd Sunnlenska sveitadagsins undanfarin ár og m.a. skipulagt leiki og þrautir fyrir börn og tekið þátt í baggakasti.

Myndagallerí