Austur

Print

Félag ungra bænda á Austurlandi

Miðvikudaginn 31. Mars 2010 var haldinn stofnfundur félags ungra bænda á Norðaustur og Austurland (Norðaustur- og Austurlandsdeildar Samtaka ungra bænda), að Hofi í Vopnafirði, á fundinn mætu um það bil 30 manns sem skráðu sig í félagið , auk 10 annarra gesta.

Þar má nefna Björn Halldórsson, formaður Samtaka íslenskra loðdýrabænda, Höskuldur Þórhallsson og Ásmundur Einar Daðason, alþingismenn og Helgi Haukur Hauksson, formaður Samtakana. Héldu þeir allir skemmtilega tölu yfir fundargestum og kunnum við þeim góðar þakkir fyrir það.

Að þeirra framsögum loknum var tekið til að samþykkja lög félagsins og kjósa nýja stjórn. Fyrsta stjórn FUBA hittist og skipti með sér verkum. Halldór Örn Árnason var kjörinn formaður, Anna Lóa Sveinsdóttir ritari og Guðný Harðardóttir gjaldkeri.

 

Stjórn FUBA 2010-2011
Stjórn FUBA 2010-2011

 

Nú er félagð að leita sér að fleiri félagsmönnum og velkomnir eru allir á aldrinum 18 til 35 ára og hafa áhuga á málefnum landbúnaðar og landsbyggðarinnar, hægt er að skrá sig og afla sér frekar upplýsinga á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Núverandi stjórn samanstendur af Stefáni Fannari Steinarssyni, Þórarni Páli Andréssyni og Helgu Rún Steinarsdóttur.

Myndagallerí