Fréttir og pistlar

Print

Sumargleði FUBA 2012

þann .

Laugardaginn 9. júní síðastliðinn var haldinn þriðja sumargrillveisla FUBA undir nafninu Sumargleði FUBA, í Tungubúð í Hróarstungu. Keppt var í þrautakeppni þar sem FÚBBI og FÚBBA 2012 voru krýnd og eru fulltrúar FUBA í Ungbændakeppninni á Hrafnagili í ágúst, ásamt félagsmönnum sem lentu í örðu sæti í karla-og kvennaflokki. 

Það mættu um 50 manns og nýskráðu 7 af þeim sig í félagið. Félagið stækkar því jafnt og þétt og er komið með 64 félagsmenn. Nókkrir FUBN lögðu leið sína til okkar austur og mættu á gleðina, sum annað árið í röð. 

DSC08287 pressa


Þórarinn Páll Andrésson og Þórunn Sigurðardóttir vörðu titila sína frá fyrra ári og voru því krýnd Fúbbi og Fúbba 2012 með glæsilegum prjónahúfum, sem er einkennisverðlaun Sumargleðinnar. Höfundur keppnisbrautar og dómari var Jón Elvar Gunnarsson. 

Hægt er að skoða myndir af gleðinni hér


FUBA LOGO


Print

Bændasæla á Bæjarhátíð á Ormsteiti 2011

þann .

Í dag var FUBA með skemmtun fyrir börn og fullorðna á Bæjarhátíð á Ormsteiti, sem nefnd var Bændasæla. Þátttaka var góð þrátt fyrir smávægileg skúrir og ský. Bændasæla stóð saman af krakkaþraut fyrir þrjá aldurshópa, dráttarvélafimi fyrir fullorðna, sauðfjármarkagátu og svo var hestateyming fyrir krakka og smávægilegur dýragarður (kálfar, lömb, hestar, hænur og kettlingar). Bændasæla var haldin á planinu hjá Gæludýrabúðinni Kiddý, þar sem var opið fyrir gesti og gangandi. Kjötvinnslufyrirtækið Snæfell grillaði lamba-og svínakjöt fyrir þá sem á svæðinu voru og styrktaraðilar dagsins voru Landsstólpi, sem sá um grindur fyrir búfénaðinn, Jötunvélar og Fóðurblandan, sem sá um vinningana. Jötunnvélar útveguðu einnig dráttarvél fyrir dráttarvélafimina og UÍA eiga farandsbikarinn sem fylgir keppninni þar sem um löglega braut er að ræða og því keppt um Austurlandsmeistaratitilinn. Vinningshafinn var Þórarinn Páll Andrésson frá Fljótsbakka, annað árið í röð.

Þökkum við bændum sem komu með gripina, styrktaraðilum, gestina sem mættu, félagsmönnum FUBA og öllum öðrum sem hjálpuðu til við að gera þennan frábæran dag.

 

Print

Myndir frá Sumargleði FUBA 2011

þann .

Fleiri myndir frá Sumargleði FUBA í Hjaltalundi Hjaltastaðaþinghá þann 10. júní 2011 má sjá hér

Myndirnar tóku Anna Katrín Svavarsdóttir og Anna Lóa Sveinsdóttir

 

Myndagallerí