Fréttir og pistlar

Print

Aðalfundur FUBN 2013

þann .

Aðalfundur FUBN verður haldin þann 2. mars næstkomandi í sal Greifans á Akureyri. Fundurinn mun hefjast klukkan 11:00. Þar verður farið yfir almenn aðalfundarstörf, lagabreytingar á félagslögum og ályktanir frá félagsmönnum.

Print

Aðalfundur FUBN 2012

þann .

Aðalfundur félags ungra bænda á Norðurlandi verður haldinn á Hótel Varmahlíð í Skagafirði þann 10. febrúar næstkomandi kl 20:00.


Dagskrá fundarins er með eftirfarandi hætti:

Print

Vel heppnuðu málþingi lokið

þann .

Þriðjudagskvöldið 6. des fór fram málþing á vegum FUBN um skipulagsmál. Þótti málþingið heppnast vel og var mæting rétt tæplega 40 manns. 

 Arnar Árnason oddviti Eyjafjarðarsveitar og bóndi á Hranastöðum fræddi  gesti um hvernig aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar er uppbyggt og hvernig áherslur Eyjafjarðarsveitar eru í skipulagsmálum. Borgar Páll Bragason jarðarræktaráðunautur hjá Bændasamtökunum flutti erindi í kjölfarið um hvernig bændasamtökin koma að vinnu sveitarfélaga í skipulagsvinnu. Felst það aðallega í því að skilgreina land sem hentar til landbúnaðar og að búa til staðal sem sveitarfélög geta haft til viðmiðunnar þegar þau ákvarða m.a. hvar hentugt akuryrkjuland þarf að verja.

Myndagallerí