Suður

Print

Félag ungra bænda á Suðurlandi

Í lok febrúar 2010 var stofnfundur félags ungra bænda á Suðurlandi haldinn í Árhúsum, Hellu en félagssvæði þess er frá Hellisheiði í vestri að Eystrahorni í austri.

Á stofnfundinum var Stefán Geirsson kosinn formaður og með honum í stjórn Ragnhildur Sveinbjarnardóttir og Bjarni Ingvar Bergsson. Ragnhildur gekk úr stjórn árið 2012 og í hennar stað kom í stjórnina María Þórunn Jónsdóttir. María gekk úr stjórn árið 2013 en á aðalfundi það ár var kosin formaður Guðfinna Lára Hávarðardóttir og Jóna Þórunn Ragnarsdóttir kosin ritari. Guðfinna gekk svo úr stjórn á aðalfundi 2014 en í hennar stað kom Hildur Hjálmsdóttir. Þá lauk einnig kjörtímabili Bjarna Ingvars sem gjaldkeri en við keflinu tók Jón Hjalti Eiríksson. Varastjórnarmenn eru Einar Freyr Elínarson, Kjartan Gunnar Jónsson og Geir Gíslason. Skoðunarmenn reikningar Guðfinna Lára Hávarðardóttir, Bjarni Másson, Sigmar Örn Aðalsteinsson og Þorsteinn Logi Einarsson.

Á aðalfundi 2016 var eftirfarandi stjórn félagsins kjörin: 

Jón Hjalti Eiríksson
Kjartan Gunnar Jónsson
Sigurður Kristmundsson

pdfFundargerð stofnfundar 2010

pdfAðalfundur 2011

pdfAðalfundur 2012

pdfAðalfundur 2014

 Aðalfundur-FUBS-2016.pdf

Myndagallerí