Print

Leggjum drög að framtíðinni

Þessi grein birtist í Bændablaðinu þann 24.janúar 2013. Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar:

 „Ég held við ættum stundum að hlusta aðeins betur á hugrenningar þeirra,
sem erfa skulu land, því kannski er næsta kynslóð, kynslóðin sem getur
komið fram með svörin, þar sem sigldum við í strand.“ söng maðurinn hér
um árið. Mér verður oft hugsað til þessara orða og finnst ennþá gaman að
þau vöktu mig til mikillar umhugsunar, strax á ungaaldri. Höfum við farið
eftir þessum orðum eða hundsað þau ? Hver er staða nýliða í landbúnaði
þessa stundina ?

Print

Opið bréf til deildarforseta hagfræðideildar Háskóla Íslands

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir skrifar:
gunnfridurUndanfarnar vikur hef ég fylgst með skrifum þínum um íslenskan landbúnað. Stundum undrar mig talsvert á málflutningi þínum en aðallega hef ég velt fyrir mér hvaða hvatir liggja að baki umfjöllun þinni – hver tilgangurinn með skrifum þínum sé. Svo það fari ekki á milli mála hvað liggur að baki mínum skrifum þá er það mín trú að efla eigi íslenska matvælaframleiðslu sem mikilvægan og ómissandi hluta af innviðum okkar samfélags. Að við eigum að byggja upp en ekki rífa niður. Hins vegar finnst mér mjög á huldu hvaða markmiðum þú vilt ná með þínum skrifum. Hvaða framtíðarsýn liggur þar að baki? Ég tel mikilvægt að fá þetta á hreint enda vitum við bæði að það skiptir miklu hver segir hlutina. Eðli málsins samkvæmt þá hlustar fólk þegar deildarforseti við Háskóla Íslands viðrar skoðanir sínar líkt og þú hefur gert.
Print

Beingreiðslur til bænda eru niðurgreiðsla fyrir neytendur

Sigurjón Þór Vignisson skrifar:

Nú getur maður ekki lengur setið þegjandi undir þessum staðreyndalausu skrifum Margrétar og verð ég því að skrifa nokkur orð á móti. Fyrir það fyrsta eru beingreiðslur til bænda ekkert annað en niðurgreiðsla fyrir neytendur, augljóslega yrði matur út í búð dýrari ef ríkið greiddi hann ekki niður. Svo er almenningur ekki að greiða fyrir útflutning á lambakjöti því það eru afurðastöðvarnar sem flytja og selja kjötið út, það hefur ekkert með bændur að gera. Að auki þá hlýtur það að vera jákvætt að hægt er að selja það kjöt út sem innanlandsmarkaðurinn kaupir ekki því þá fæst gjaldeyrir inn til landsins og afurðastöðvarnar geta haft fleira fólk í vinnu. Við skulum ekki gleyma því að ef bændur verða ekki lengur til á Íslandi þá verða ansi margir sem missa vinnuna því störfin sem tengjast landbúnaði á beinan eða óbeinan hátt skipta þúsundum.
Print

Af framámönnum og bændum

Sigríður Ólafsdóttir skrifar:

sigga_mynd_bblÍ fjölmiðlaumræðu undanfarinna daga hafa ýmsir framámenn þjóðarinnar farið mikinn gegn landbúnaði á Íslandi. Bændastéttin hefur þurft að þola mikla og ósanngjarna gagnrýni á hennar framlag til þjóðarbúsins, og rök þau sem andstæðingar landbúnaðar hafa nýtt sér verið vafasöm svo ekki sé meira sagt.

Því hefur verið haldið fram að landbúnaður, sérstaklega sauðfjárrækt skapi engar tekjur og sé baggi á þjóðinni. Talsmenn innflutnings matvæla segja að fæðuöryggi sé ekkert þar sem nánast öll aðföng séu innflutt og er olían oft nefnd í því samhengi. Þá hefur heyrst að best sé að hætta öllum ríkisstuðningi og verndartollum við greinina, þar sem það sé aldeilis ekki sanngjarnt að Ísland niðurgreiði og verndi landbúnaðarvörur sínar meira en aðrar þjóðir.

Print

Matur er mannsins megin

Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar:

Eyjlfur_myndUndanfarnar vikur hefur mikil orðræða átt sér stað í fjölmiðlum þessa lands (aðallega Fréttablaðinu) um sauðfjárrækt. Umræðan hófst um miðjan júlí þegar sauðfjárbændur settu fram kröfu um hærra afurðaverð í nýrri viðmiðunarverðskrá sem gefin er út árlega. Þrátt fyrir að talsmenn bænda hafi verið málefnalegir í umræðunni verður það sama ekki sagt um þá sem hvað harðast hafa sótt fram. En skoðum hlutina í víðara samhengi.

Myndagallerí