Pistlar

Print

Virka markaðslögmál í landbúnaði?

karigautasonKári Gautason skrifar:

Virka markaðslögmál í landbúnaði?

Landbúnaður er þannig að hann hegðar sér ekki eins og markaðslögmál segja að hann ætti að gera. Ef að verð lækkar á afurð þá minnkar framleiðslan ekki í samræmi. Það á sér félagslegar og hagfræðilegar ástæður. Félagslegi þátturinn er sá að bóndabær er ekki bara verksmiðja og landbúnaður er ekki bara starf. Bóndabærinn er heimili og landbúnaðurinn lífsstíll.

Print

NOR98: nauðsynlegur niðurskurður?

 

Jón H. Eiríksson skrifar:

Í fréttatilkynningu á heimasíðu Matvælastofnunar frá 1. febrúar síðastliðnum var tilkynnt að Nor98 hefði greinst í kind frá bænum Merki á Jökuldal og að ,,undirbúningur nauðsynlegs niðurskurðar" væri að hefjast eins og það er orðað þar. Mér finnst þetta í hæsta máta undarleg afstaða hjá Matvælastofnun.

Nor98 er sjúkdómur skyldur riðu en greinir sig þó frá henni í einu veigamiklu atriði: Nor98 virðist ekki smitast á milli einstaklinga við náttúrulegar aðstæður. Sjúkdómurinn hefur sjaldan komið upp í fleiri en einni kind á sama bæ og dreifing hans um heiminn virðist vera því sem næst tilviljunarkennd. Hvernig Nor98 verður til er ekki vitað en líklegasta skýringin er einhverskonar tilviljunarkennd breyting.

Print

Bændur óttast kal

Hákon B. Harðarson skrifar:

Mikil svell hafa verið á túnum við utanverðan  Eyjafjörð síðan fyrir áramót og eru bændur þar farnir að hafa verulegar áhyggjur að miklar skemmdir verði á túnum sökum kals.

Print

Það eru líka til ungir kúabændur

Á ferðum mínum um sveitir Eyjafjarðar með sæðingartösku í hendi heyrir maður oft ýmislegt og fær oft ýmsar spurningar.

Síðustu daga hef ég verið spurður æði oft að því hvort ég ætli á Fundinn! Eru þetta oftast ungir bændur sem bera upp þessa spurningu og eiga þá við aðalfund ungra bænda á norðurlandi sem er núna næstkomandi laugardag  26. feb.

Print

Landbúnaður og umhverfi

karigautasonKári Gautason skrifar:

Hér ætla ég að skrifa örfá orð um tengsl landbúnaðar og umhverfis. Þau tengsl eru afar sterk þar sem landbúnaður byggir á því að nýta landgæði manninum til hagsbóta.

Landbúnaður færir okkur matinn sem við borðum, trefjar í föt og timbur í allt mögulegt. Svo eitthvað sé nefnt.

More Articles...

Myndagallerí