Raddir ungra bænda

Print

Matvælaöryggi

Kári Gautason skirfar:

karigautasonÍ umræðunni síðustu misseri hefur hugtakið matvælaöryggi borið oft á  góma, sumir vilja meina að það sé ein aðalástæðan fyrir því að styrkja innlenda framleiðslu. En hver er stærsta ógnin við matvælaöryggi íslendinga?

Það er ljóst að það þyrfti allnokkuð að ganga á til þess að íslendingar myndu svelta. Til þess þyrfti að koma algjört stopp á innflutning í landið svo mánuðum skipti. Vissulega gætu skollið á Skaftareldar aftur eða stríð af þeirri stærðargráðu að innflutningur myndi vera erfiður. En líkurnar á því eru sem betur fer hverfandi (til skamms tíma litið).

Print

Fagmennska í landbúnaði

Einar Kári Magnússon skrifar:

EKMTil að byrja með vil ég óska útgefendum fagtímaritsins Freyju til hamingju með fyrsta tölublaðið. Þörfin fyrir slíkt rit var orðin talsverð og ljóst að þarna er komin góð leið fyrir fræðimenn og ráðunauta að miðla fróðleik til bænda sem annarra lesenda.

Síðastliðinn vetur kynnti ég mér hvernig danskir bændur og þá aðallega kúabændur haga sínum búskap. Margt er ólíkt með búskaparháttum þar og því sem við þekkjum hér á landi þó svo annað sé nokkuð svipað, en alltaf er hægt að draga lærdóm af búskap annarra þjóða.

Print

Að vera sinnar gæfu smiður!

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir skrifar:

gunnfridurHver er sinnar gæfu smiður!  Þetta orðtæki höfum við öll heyrt oftar en við höfum tölu á.  Öll vitum við líka hvað þetta merkir og gerum okkur að einhverju leiti grein fyrir því að líklega er að minnsta kosti einhver sannleikur falinn þessum orðum.

Frá því að ég fyrst man eftir mér hefur ríkt eins konar togstreita milli landsbyggðar og höfuðborgar.  Öll könnumst við frasann “hefur höfuðborgin efni á landsbyggðinni” og höfum heyrt hann oftar en góðu hófi gegnir, einnig erum við alin upp við það að allar leiðir virðast liggja á suðvesturhornið.  Þar höfum við sett okkar stærstu menntastofnanir, okkar tæknivæddustu sjúkrahús, flestar opinberar stofnanir og þar eru því eðlilega, flestu og bestu atvinnutækifærin.  Fólksfækkun á landsbyggðinni þarf því í sjálfu sér

Print

Hugleiðing um fjallferð og réttir

Einar Kári Magnússon skrifar:
NEKMú í sauðburðarlok fer hugurinn ósjálfrátt að leita að næsta viðfangsefni til að hlakka til. Það fyrsta sem kemur uppí hugann er fjallferð (göngur) og réttir. Í framhaldi af þeirri tilhlökkun fór ég að velta fyrir mér þessum hlutum í víðara samhengi s.s. menningarlegu gildi og samfélagslegu mikilvægi hluta eins fjallferða og rétta.
Print

Dramb er falli næst

7

Jóhann Nikulásson sendi Samtökum ungra bænda nýverið tóninn í pistli á heimasíðu LK. Þar sakar hann samtökin um að stunda hræðsluáróður um nýliðunarmál í mjólkurframleiðslu byggða á rökleysu. Samtök ungra bænda voru stofnuð til að vinna að hagsmunum ungs fólks í landbúnaði. Ef það er hræðsluáróður að benda á þá staðreynd að fullkomið afskiptaleysi ríkir varðandi nýliðunarmál í landbúnaði, sérstaklega í mjólkurframleiðslu, er sennilega fátt sem ekki er hræðsluáróður. Geti Jóhann bent á skjalfesta stefnu í nýliðunarmálum varðandi mjólkurframleiðslu má hann gjarnan senda okkur hana.

Myndagallerí