Ungi bóndi mánaðarins

Print

Ungi bóndi mánaðarins (febrúar 2014)

Að vestan færum við okkur suður á bóginn. Antonía hefur nýverið tekið við störfum dýraeftirlitsmanns hjá Matvælastofnun, en hún er menntuð sem lögreglumaður og með BS´c gráðu í búvísindum frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Antonía hvetur allt ungt fólk sem hefur áhuga á landbúnaði að stunda nám við Landbúnaðarháskólann og þykir mjaltabásar fyrir kameldýr áhugaverð hugmynd. 

Print

Ungi bóndi mánaðarins (janúar 2014)

Fyrsti ungi bóndi ársins 2014 er Guðbjörg Ebba Högnadóttir frá Ósi í Bolungarvík.
Uppáhalds dráttarvélartegundin hennar er Massey Ferguson, skemmtilegast í sauðburði og henni finnst að það þurfi að lyfta betur fyrir nýliðun. Gefum Guðbjörgu Ebbu orðið...

Print

Ungi bóndi mánaðarins (desember 2013)

Frá Vesturlandinu færum við okkur norður í Skagafjörð. 
Hann Aðalsteinn Orri er húsasmiður að mennt og leggur nú stund á búfræði við Bændaskólann á Hvanneyri, þrátt fyrir að koma ekki frá búi á hann nokkurn bústofn, fær sér kaffi og útí það á tyllidögum, dundar í fjárhúsunum í fríinu og vill ekki ganga í ESB.
Látum Aðalstein fá orðið:

Print

Ungi bóndi mánaðarins (október 2013)

Þá er komið að unga bónda októbermánaðar, hún heitir Harpa Ósk Jóhannesdóttir og er búsett í Kaupmannahöfn við nám í dýralækningum. Hún sýndi snemma Harpa dýralæknatakta í búskapnum og liggur ekki á skoðunum sínum um framtíð landbúnaðar.

Myndagallerí