Ungi bóndi mánaðarins

Print

Ungi bóndi mánaðarins (maí 2013)

 

 

Hver er ungi bóndinn : Jóhanna María Sigmundsdóttir

Búseta : Látur, Mjóafirði, Ísafjarðardjúpi

Búskapur : Er með um 100 rollur, en heima er einnig rekið kúabú og svo erum við með hross og hænur.

Menntun og fyrri störf : Er búfræðingur að mennt frá Bændaskólanum á Hvanneyri. Hef unnið við ýmislegt í gegnum tíðina m.a. í ísbúð, sem barnapía, í vegavinnu og Skemmtigarðinum í Smáralind, sem bóndi og í dag starfa ég sem 7.þingmaður Norðvesturkjördæmis og formaður Samtaka ungra bænda.


Uppáhalds
*Heyskapur : Í rúllur
*Dráttarvélategund : Massey Ferguson 135
*Búfénaður : Kindur
*Matur : Lamba- og nautakjöt
*Drykkur : Ísköld mjólk beint úr tankinum
*Lesefni : Bændablaðið og Dalalíf eftir Guðrúnu frá Lundi
*Sjónvarpsefni : Hef rosalega gaman af beittum gamanþáttum s.s. QI og Whose Line Is It Anyway?

Skemmtilegustu bústörfin ? Sauðburður

Hvað ertu að dunda þessa dagana ? Koma mér inn í nýja starfið og skipuleggja mig betur.

Skemmtileg minning úr búskapnum : Þegar ég hjálpaði rollu í fyrsta sinn, var svo lítil og máttlaus að pabbi þurfti að ýta á hendina á mér til að ég kæmist inn (hann er svo stórhentur að hann komst ekki). Ég náði að bjarga lambinu og vildi helst ekki þvo mér um hendurnar, var svo stolt og vildi halda í ummerkin.

Af hverju gekkst þú í SUB ? Sá að þarna voru samtök sem ættu eftir að geta gert mikið í þágu ungs fólks innan landbúnaðarstéttarinnar. Sjálf hafði ég brennandi áhuga á landbúnaði og fannst ég oft svolítið utanveltu, þarna fann ég félagsskap með fleirum sem höfðu sama áhugamál og ég.

Ertu með eitthvert ráð til ungra bænda ? Menntið ykkur, hvort sem það heitir búfræði eða eitthvað annað, passið að vera opin og horfa í kringum ykkur, aldrei að vita hvar góðar hugmyndir leynast. Stelpur, ekki vera hræddar við að taka í vélarnar og strákar, ekki hika við að ganga í eldhússtörfin.

Hvað finnst þér um stöðu nýliðunar í landbúnaði ? Ekki góð, en ég hvet ungt fólk til að gefast ekki upp og leita til annarra sem eru byrjuð að búa eða standa í því að byrja núna og ræða málin. Aðrir geta oft veitt manni aðra sýn á hlutina og góð ráð.

Hvað finnst þér um félagskerfi bænda ? Ég vil ekki missa niður búnaðarfélögin og finnst aðeins að búgreinafélögin geti haldið betur á sínum spilum og unnið saman að þeim málum sem snerta þau öll. Búnaðarfélög finnst mér góð til að leggja áherslu á sérstök málefni sem kannski snerta þeirra heimasvæði, hvort sem haldið væri í þau í þeirri mynd sem þau eru í dag eða starf þeirra endurskoðað.

ESB ? Ekki að ræða það.

Norskar kýr ? Nei.

 

Finnst þér þörf á breytingum í Íslenskum landbúnaði ? Helst bara að bændur passi sig að festast ekki í sama farinu, vera opnir fyrir nýjungum og kanna möguleika sína til að auka framleiðslu og framleiðni síns bús. Ekki vera hræddir við nýsköpun eða önnur störf meðfram búskapnum. Íslenskir bændur ættu að fara hugsa sér nær, hvernig þeir geti minnkað notkun á aðkeyptum aðföngum, hvernig þeir geti markaðssett sína framleiðslu og hvernig þarf að halda á spilunum næstu 10-20 árin til að landbúnaður blómstri sem best hérlendis (já, þetta er örstutta svarið mitt við þessari spurningu).

Hvaða frumlega búskap myndir þú taka upp ef "allt væri hægt" ? Lamadýr

Hver myndi leika þig í bíómynd ? Hayden Panettiere

Hver er þín reynsla af kvótamarkaðnum? (Spurning frá unga bónda síðasta mánaðar, Þórarni á Fljótsbakka) : Reynslan er sú að hann er ekki í lagi eins og hann er uppsettur í dag.

Áttu þér fyrirmynd? Margir innan fjölskyldunnar sem ég lít upp til, þá helst mamma og pabbi.

Áttu þér uppáhalds grip á búinu (kú, kind, hænu, hross...) ? Fjárhundurinn Lukka, haninn hann Magnús, rollan Mónalísa, hesturinn hann Moli og kýrin Von.

3 nauðsynja eignir unga bóndans : Góðan hund, Mig/Mag suðu og a.m.k. einn Massey

Besta setning/orðatiltæki sem þú hefur heyrt: „til að varast gagnrýni skaltu segja ekkert, gera ekkert og vera ekkert.“

Markmið framtíðarinnar ? Vinna í þágu íslensk landbúnaðar og bænda, sama á hvaða vettvangi það verður.

Eitthvað að lokum ? Aldrei, aldrei, aldrei gefast upp !

 

 

 

 

Myndagallerí