Ungi bóndi mánaðarins

Print

Ungi bóndi mánaðarins (nóvember 2013)

Hver er ungi bóndinn: Jón Ottesen 
- Búseta: Ytri Hólmur 1 
- Búskapur: Sauðfjárbúskapur og nokkur hross 
- Menntun og fyrri störf: Grunnskólamenntun og skóli lífsins. 


Uppáhalds: 
 Heyskapur: Þurrbaggar 
 Dráttarvélategund: Massey Ferguson 
 Búfénaður: Sauðfé 
 Matur: Lambakjöt að hætti mömmu. 
 Drykkur: Bjór 
 Lesefni: Hrútaskráin 
 Sjónvarpsefni: Landinn 


Skemmtilegustu bústörfin? Sauðburður og heyskapur 
Hvað ertu dunda þessa dagana? Hleypa til. 
Skemmtileg minning úr búskapnum: Þegar við félagarnir náðum kollóttri kind og fengum bjór í staðinn. 
Af hverju gekkst þú í SUB? Ég held að þetta sé góður félagsskapur.

Ertu með eitthvert ráð til ungra bænda? Halda í vonina um að geta byrjað búskap.
Hvað finnst þér um stöðu nýliðunar í landbúnaði? Alls ekki nógu góð. 


ESB? Nei takk. 
Norskar kýr? Held ekki. 
Finnst þér þörf á breytingum í Íslenskum landbúnaði? Meiri nýliðun. 
Hver myndi leika þig í bíómynd? Paul Walker 
Áttu þér fyrirmynd? Davíð Oddsson 
Áttu þér uppáhalds grip á búinu (Kú, kind, hænu, hross ...)? Já kindin Medalia Grímsdóttir 
3 nauðsynja eignir unga bóndans: Tractor, smalahundur og gangnahestur. 
Markmið framtíðarinnar? Setjast að einhvernstaðar með góðan búskap.