Ungi bóndi mánaðarins

Print

Ungi bóndi mánaðarins (janúar 2014)

Hver er ungi bóndinn : Guðbjörg Ebba Högnadóttir.

Búseta :
Bý á Ísafirði í augnablikinu en kem frá Ósi í Bolungarvík.

Búskapur :
Foreldrar mínir á Ósi eru með blandað bú, aðallega kýr.

Uppáhalds

*Heyskapur : Rúllur.
*Dráttarvélategund : Massey Ferguson.
*Búfénaður : Sauðfé.
*Matur : Góð lamba- eða nautasteik með öllu tilheyrandi.
*Drykkur : Vatnið og mjólkin frá Ósi.
*Lesefni : Það er svo margt að ég get ekki valið eitt.
*Sjónvarpsefni : Ekkert sérstakt, horfi ekki mikið á sjónvarp.

Skemmtilegustu bústörfin ?
Sauðburður, réttir og öllu sem því tengist.

Hvað ertu að dunda þessa dagana ?
Það er nú ekki fjölbreytt, ég eyði meirihluta dags í lærdóm og lestur, svo er ég að vinna frá 16 – 18. Á kvöldin reyni ég að kíkja í sveitina eða held áfram við lesturinn.

Skemmtileg minning úr búskapnum :
Þær eru margar sem tengjast sauðburði. Ein af fyrstu minningunum þaðan er þegar einn gemsi sem pabbi átti bar, en lambið var frekar aumingjalegt. Við gáfum því pela og hjálpuðum því að drekka. Ég gat setið hjá þeim og dundað mér allan daginn, og á endanum gat lambið drukkið sjálft og var farið að hressast. Pabbi gaf mér svo gemsann, sem var fyrsta kindin mín, og reyndist hún mjög vel og kom með góð og stór lömb.

Af hverju gekkst þú í SUB ?  
Ég vildi kynna mér starfið og fræðast um hvað ungir bændur eru að gera.

Hvað finnst þér um stöðu nýliðunar í landbúnaði ?
Hún mætti vera betri, þyrfti að lyfta betur fyrir nýliðun.

Hvað finnst þér um félagskerfi bænda ?
Mér finnst hagsmunasamtökin standa sig bara nokkuð vel.

ESB ?
Nei. Held það þurfi ekki að útskýra það nánar.

Norskar kýr ?
Nei, ég held að þær íslensku séu bara fínar.

Finnst þér þörf á breytingum í Íslenskum landbúnaði ?
Það eru alltaf einhverjar breytingar í gangi, hvort sem það er til lengri eða skemmri tíma litið.

Hvaða frumlega búskap myndir þú taka upp ef "allt væri hægt" ?
Kengúrurækt. Ég væri líka alveg til í að prófa geitabúskap þó það sé kannski ekki svo frumlegt.

Áttu þér fyrirmynd?
Já, foreldrar mínir ásamt fleirum.

Áttu þér uppáhalds grip á búinu (kú, kind, hænu, hross...) ?
Ég á marga uppáhálds gripi, nokkrar kýr og margar kindur. Venjulega eru það frekustu og gæfustu dýrin sem standa upp úr, en ef kindin er mórauð (eða eitthvað nálægt því) þá er hún líka ofarlega á lista.

3 nauðsynja eignir unga bóndans :
Góður smalahundur, jörð og bústofn.

Markmið framtíðarinnar ?
Markmiðið hefur lengi verið að eignast mórauða gimbur.

Spurning frá síðasta unga bónda mánaðarins : Hvað finnst þér um nýju forðagæsluna á vegum Mast?
Ég held það sé ekki hægt að svara því fyrr en það er komin reynsla á það, það eru kostir og gallar við bæði gamla og nýja fyrirkomulagið.

Myndagallerí