Velkomin á vef ungra bænda

Print

Aðalfundur og Árshátíð SUB 2017

Boðað er til aðalfundar Samtaka ungra bænda (SUB) á Egilsstöðum helgina 24. -26. febrúar næstkomandi. Dagskrá hefst á föstudagskvöldi með kynningarferð í Austra Brugghús sem er staðsett á Egilsstöðum en aðalfundur með hefðbundinni dagskrá samkvæmt samþykktum samtakanna verður settur laugardaginn 25. febrúar kl 10.

Tillögur frá aðildarfélögum þurfa að berast til stjórnar SUB fyrir 10. febrúar.

Á aðalfundinum verður jafnframt borin upp breytingatillaga á samþykktum félagsins sem snýr að kjöri á fulltrúa á búnaðarþing. Tillagan verður send út með öðrum fundargögnum til formanna aðildarfélaga tímanlega fyrir aðalfund. Sjá samþykktir samtakanna hér

 

Árshátíð

Um kvöldið stendur svo Félag ungra bænda á Austurlandi (FUBA) fyrir árshátíð samtakanna og því ekki seinna vænna fyrir aðildarfélögin að byrja að undirbúa skemmtiatriði(n)!

Nánari dagskrá og þriggja rétta veislumatseðill verður kynnt síðar!

Tekið er við skráningu á árshátíðina og í skemmtiferð á föstudagskvöldinu í Austra Brugghús í síma 849-1465 og á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.skráningu lýkur 20. febrúar.

Hægt er að bóka gistingu á Hótel Valaskjálf í gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 20. febrúar og taka fram að þetta er vegna aðalfundar og árshátíðar.

Myndagallerí